15.01.2024

Framkvæmdastjóri EP Power Minerals á Íslandi

Ragnar Guðmundsson hefur gengið til liðs við EP Power Minerals sem framkvæmdastjóri dótturfélags EP Power Minerals Iceland ehf.

Markmið EP Power Minerals er að auka framboð á umhverfisvænum hráefnum sem draga úr kolefnislosun í sementsframleiðslu. Í því skyni hefur EP Power Minerals tryggt sér aðgang að náttúrulegu possólani á Íslandi, sem dregið getur umtalsvert úr losun á koltvísýringi í sements- og steypuframleiðslu í Evrópu í framtíðinni.

Ragnar Guðmundsson er með MBA gráðu frá McGill háskólanum í Montreal í Kanada, og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann var forstjóri Norðuráls frá 2007 til 2019 og áður framkvæmdastjóri fjármálasviðs frá 1997 til 2007, auk þess að hafa reynslu af stjórnunarstörfum í flutningum og sjávarútvegi. Ragnar hefur setið í stjórnum Samtaka Iðnaðarins, Viðskiptaráðs og Samáls og sinnt stjórnar- og ráðgjafarstörfum í fyrirtækjum á Íslandi sem og erlendis.

Um ráðninguna sagði Andreas Hugot, forstjóri EP Power Minerals GmbH:

"Við bjóðum Ragnar velkominn í hópinn sem stjórnanda starfsemi okkar á Íslandi. Reynsla hans sem af stjórnunarstörfum í iðnaði, ásamt þekkingu á flutningum, er okkur afar mikilvæg við þróun útflutnings á vistvænu possólani í takti við íslenskt samfélag"

Það er mér sönn ánægja að ganga til liðs við EP Power Minerals. Ég hlakka til að vinna með samstarfsfólki mínu, viðskiptavinum og ýmsum hagsmunaðilum í nýju hlutverki og gera að raunveruleika notkun á umhverfisvænu hráefni sem hefur möguleika á að draga úr losun koltvísýrings í Evrópu um milljónir tonna. Ísland er í farabroddi hvað varðar nýtingu hreinnar orku fyrir bæði íbúa og orkufrekan iðnað, og notkun á náttúrlegu possólani getur aukið framlag til minni losunar verulega. Ég mun leggja áherslu á að vinna náið með nærsamfélaginu við að þróa lausnir á flutningum og rekstri í sátt við íslenskt samfélag, með virðingu fyrir dýrmætri náttúru Íslands að leiðarljósi.
Ragnar Gudmundsson
framkvæmdastjóri EP Power Minerals Iceland ehf.
Ragnar Gudmundsson