Frumrannsóknir benda til að þess mögulega megi reisa staurabryggju til útskipunar, ásamt brimvarnargarði og vinnusvæði, við Alviðruhamra um 30 km austan Víkur í Mýrdal. Þannig yrði fyrirhugaður útflutningur á Kötlusalla (e. Katla pozzolan) mun einfaldari, enda væru flutningar frá efnistökusvæði austan Hafurseyjar um Þjóðveg 1 úr sögunni ef sallanum yrði skipað út við Alviðruhamra.