Lagaleg tilkynning

Fyrirvari

Upplýsingarnar á þessu vefsvæði eru eingöngu fyrir þann tilgang að kynna vörur og þjónustu EP Power Minerals GmbH. Þær eru veittar án allrar ábyrgðar, sérstaklega er þar meðtalin (en ekki takmarkað við) ábyrgð sem viðkemur uppfærslustöðu, fullkomleika eða réttleika upplýsinganna eða neinnar ábyrgðar á seljanleika vara, hæfi þeirra fyrir ákveðinn tilgang eða brota á réttindum þriðja aðila.

EP Power Minerals GmbH mælir með að allar upplýsingar af þessu vefsvæði séu sannreyndar fyrir notkun þeirra. Notendur þessa vefsvæðis samþykkja aðgang að vefsvæðinu og innihaldi þess á eigin ábyrgð. EP Power Minerals GmbH skal ekki vera ábyrgt fyrir neinu tjóni sem á sér stað vegna notkunar á þessu vefsvæði.

Þetta vefsvæði inniheldur tengla og tilvísanir í vefsvæði á vegum þriðju aðila. EP Power Minerals GmbH hefur sannreynt upplýsingarnar á þessum vefsvæðum þriðju aðila eftir bestu vitund og trú og af faglegri kostgæfni. Tenglar eru einungis veittir notendum til hagræðis og teljast ekki vera samþykki EP Power Minerals GmbH á innihaldi þeirra. EP Power Minerals GmbH skal ekki vera ábyrgt fyrir tiltækileika og innihaldi slíkra þriðju aðila vefsvæða eða neinum skemmdum eða líkamstjóni sem af notkun þeirra hlýst. 

Takmörkun ábyrgðar sem hér er lýst skal ekki gilda að því marki sem EP Power Minerals GmbH hefur valdið tjóni með stórkostlegu gáleysi eða ásetningi eða í tilfellum vöru- eða skylduábyrgðar.

Höfundarréttur og hugverkaréttur

Allt innihald á þessu vefsvæði, sérstaklega allur texti, myndir, grafík, hljóð, myndbönd og hreyfimyndaskrár (hér eftir „Innihald“) er háð lögum um höfundarrétt og öðrum lögum sem vernda hugverkarétt.

Að undandskildum ákveðnum tilfellum sem mælt er fyrir um hér á eftir, veitir þetta vefsvæði ekki nein leyfisréttindi af neinu tagi fyrir innihald þessa vefsvæðis nema í persónulegum tilgangi sem tengist ekki atvinnustarfsemi, eða fyrir hugverkaréttindi eins og vörumerki og einkaleyfi. Öll slík misnotkun í öðrum tilgangi er bönnuð og telst brot á viðeigandi verndarlöggjöf (þar með talið, en ekki takmarkað við þýsk höfundarréttarlög, vörumerkjalög, einkaleyfislög, lög gegn ósanngjarnri samkeppni).

EP Power Minerals GmbH veitir notendum vefsvæðisins rétt til að nota, vista eða afrita allt innihald fengið úr hlutanum „Download Center“(miðstöð niðurhals), annað hvort í heilu lagi eða að hluta til, í tilgangi blaðamennsku, að því gefnu hinsvegar, að slíku innihaldi sé ekki breytt og eftirfarandi höfundarréttartilkynning sé innifalin: Höfundarréttur © 2021 EP Power Minerals GmbH. Senda skal sýnishorn afrits til fyrirtækissamskiptadeildar EP Power Minerals GmbH.

Veftengla má aðeins setja upp á þessu vefsvæði eftir að hafa áður fengið samþykki EP Power Minerals GmbH. Til að fá slíkt samþykki, sjá tengiliðinn fyrir þetta vefsvæði sem nefndur er í hlutanum lagalegt/fyrirtækisupplýsingar.

Til að uppfylla skyldur okkar varðandi veitingu upplýsinga samkvæmt hluta 36 þýskra laga um ágreining í neytendamálum (VSBG), upplýsum við þig um að EP Power Minerals GmbH er hvorki skylt né vill það taka þátt í lausn ágreiningsmála fyrir gerðardómi í neytendamálum.