Nafn fyrirtækisins er EP Power Minerals Iceland ehf.
Spurningar og svör
Í leit sinni að umhverfisvænu hráefni fyrir byggingarefnaiðnaðinn hefur EP Power Minerals uppgötvað náttúrulegt possólan á Íslandi sem gæti reynst mjög mikilvægt við að útrýma kolefni í sements- og steinsteypuframleiðslu í framtíðinni.
Fyrirtækið hefur eignast jörðina Hjörleifshöfða á suðurlandi og hefur það markmið að þróa, umhverfisvæna vinnslu á náttúrulegu possólani til lengri tíma.
Íslensku samstarfsaðilarnir Viking Park Iceland og Lásastígur ehf. munu sjá um ferðaþjónusturekstur og skylda starfsemi, aðra en námavinnslu.
Við erum enn að skipuleggja námuvinnsluna en það er ætlun okkar að eiga viðskipti við fyrirtæki á staðnum og byggja upp öflugt samfélag í samvinnu við sveitarfélagið í Mýrdalshreppi.
EP Power Minerals Iceland ehf. er í eigu EP Power Minerals.
EP Power Minerals hefur verið leiðandi í Evrópu í áratugi við að útvega byggingariðnaðinum flugösku, sem er aukaafurð orkuframleiðslu með kolum.
-
Útfösun kola í Evrópu mun leiða til minna framboðs aukaafurða fyrir byggingariðnaðinn í heiminum.
-
Evrópski loftslagssáttmálinn krefst lækkunar á CO2 losun (Green Deal) frá atvinnugreinum.
-
Í mörg ár hefur framboð flugösku frá orkuiðnaði verið mikilvægt framlag til að draga úr klinkernoktun í sementsframleiðslu ásamt bættu CO2-fótspori sementsins. Framboð flugösku mun hins vegar minnka í framtíðinni vegna lokunar kolaorkuvera í Evrópu á næstu árum.
Það er gjóskuefni frá eldfjallinu Kötlu.
Það fer eftir vinnslusvæðinu og árlegu magni uppgraftar. Við teljum að náman sé nægjanlega stór til að hægt sé að afhenda náttúrulegt possólan í marga áratugi.
EP Power Minerals Iceland ehf. er meðvitaður um sögulegt mikilvægi þessa landshluta fyrir íbúa Íslands. Fyrirtækið ætlar ekki aðeins að vinna náttúrulega possólanið varfærnislega og þróa sjálfbærar flutningalausnir, heldur einnig að þróa landið sem aðlaðandi ferðamannastað fyrir íbúa og ferðamenn. Áhersla verður lögð á á að þróa traust samstarf til langs tíma sem jafnframt mun hafa í för með sér efnahagslegan ávinning fyrir svæðið nærri Vík í Mýrdal, íbúa þess og fyrirtæki og nýtingu náttúruauðlinda til að draga enn frekar úr kolefnislosun í þágu umhverfisins. Mat á umhverfisáhrifum (MÁU) hefur verið unnið af íslenskum sérfræðingum.
Þróun verkefnisins byggir á trausti og langtíma samvinnu milli EP Power Minerals og íslenskra samstarfsaðila félagsins, í nánu samstarfi við fyrirtæki og yfirvöld á svæðinu. Þannig er hægt að mynda efnahagslegan ávinning fyrir íbúa og styrkja byggð á svæðinu við Vík í Mýrdal um leið og hægt er að nýta enn frekar möguleika á að nýta náttúruauðlindir til að draga úr losun atvinnulífs í samræmi við alþjóðleg loftslagsmarkmið.
Til byggingariðnaðarins um allan heim - með sérstaka áherslu á Evrópu